Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. apríl 2019 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp gerir lítið úr Man Utd: Hvernig fór leikurinn?
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Manchester City í nágrannaslag á miðvikudaginn. Manchester City er tveimur stigum á eftir Liverpool í titilbaráttunni í deildinni. City liðið á leik til góða og er það einmitt þessi leikur gegn United.

Ljóst er að leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið því United er komið í vonda stöðu í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar þar sem liðið situr í sjötta sæti.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á United þegar hann var spurður út í leikinn á miðvikudag.

„Þetta er nágrannaslagur og við(Liverpool) getum ekki haft áhrif á þann leik. Það lítur út fyrir að United geti það ekki heldur," sagði Klopp.

„Hvernig fór leikurinn gegn Everton? 3-0 eða 4-0?"

„Þegar við spiluðum við United voru þeir á mun betra róli en í dag. Ef þeir eiga sinn besta dag eiga þeir kannski möguleika á jafntefli."

„Ef City misstígur sig verðum við að vera á tánum til að koma í veg fyrir að við klúðrum þessu sjálfir. Við verðum að halda áfram og einbeita okkur að okkar verkefnum.
Athugasemdir
banner
banner