Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. apríl 2019 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marcelo ekki á förum - Bale gæti farið á láni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Marcelo, þrítugur vinstri bakvörður Real Madrid, hefur verið orðaður í burtu undanfarið. Hann var ekki í náðinni hjá Real þar til að Zinedine Zidane tók aftur við. Þá fékk Marcelo að spila aftur.

Hann var orðaður við endurfundi við Cristiano Ronaldo hjá Juventus en Marcelo svaraði þeim orðrómum eftir 3-0 sigur Real á Athletic Bilbao í gær.

„Allir vita að ég er ánægður hér og ég sýni það á hverjum degi á æfingum. Mikið er skrafað um mig utan fá en ég er ekki á förum frá Madrid. Þetta er heimili mitt og þeir sem þekkja mig vita sannleikann," sagði Marcelo.

Bale gæti farið á láni til Bayern Munchen
Spænska blaðið Marca vill meina að launakröfur og verðmiði Gareth Bale fari illa saman og erfitt verði að kaupa hann frá Real Madrid.

Blaðið segir að hann gæti farið á svipuðum samning og James Rodriguez fór á til Bayern Munchen. James er að klára seinna ár sitt á tveggja ára lánssamning hjá Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner