Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. apríl 2019 11:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Robbie Fowler að taka við Brisbane Roar
Mynd: Getty Images
Robbie Fowler, mun samkvæmt Sky Sports, taka við sem stjóri ástralska félagsins Brisbane Roar í dag eða á morgun.

Fowler verður kynntur fyrir stuðningsmönnum fyrir leik liðsins gegn Adelaide United á fimmtudag.

Hann mun fá aðstoð frá fyrrum miðjumanni Everton, Tony Grant, sem verður aðstoðarstjóri. Grant er nú aðstoðarstjóri hjá Blackpool.

Fowler er goðsögn hjá Liverpool og lék einnig meðal annars hjá Manchester City og Leeds United. Hann hætti að spila 2012. Fowler skoraði 128 deildarmörk fyrir Liverpool í 266 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner