Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. apríl 2019 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn Man Utd stóðu fyrir sínu í gær
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði illa, 4-0 gegn Everton á útivelli í gær. Leikmenn liðsins virkuðu andlausir og virtust á köflum ekki nenna að spila fótbolta.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, bað stuðningsmennina afsökunar eftir leik.

„Skilaboð mín til þeirra eru þau að ég vil biðja þá afsökunar. Þeir voru frábærir og eru það alltaf á meðan við þurfum að átta okkur á því að hæfileikar hefur aldrei verið nóg til þess að vinna," sagði Solskjær.

„Ef ég á að ná árangri hér eru leikmenn hér sem munu hverfa á brott," bætti Solskjær við.

Stuðningsmennirnir sungu áfram lengi eftir leik og stóðu við félagið sitt. Myndband sem tekið var um korteri eftir leik má sjá hér að neðan



Athugasemdir
banner
banner