Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. apríl 2019 14:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Anna Rakel og stöllur sigruðu Djurgarden í Íslendingaslag - Guðbjörg varði víti
Anna Rakel lagði upp
Mynd: Pétur Ólafsson
Djurgarden 2-3 Linköping

Það var mikill Íslendingaslagur í Stokkhólmi í dag þegar að Djurgarden tók á móti Linköping í sænsku Allsvenskan.

Guðbjörg Gunnarsdóttir var í marki Djurgarden og varði vítaspyrnu í leiknum í stöðunni 2-2. Asllani tók þá lausa spyrnu sem Guðbjörg varði. Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir voru í vörninni fyrir framan Guggu.

Í liði Linköping var Anna Rakel Pétursdóttir í byrjunarliðinu og lagði upp annað mark Linköping þegar hún tók hornspyrnu sem Lisa Lantz skoraði í kjölfarið úr.

Linköping byrjar tímabilið vel og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína. Djurgarden hefur aftur á móti tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner