Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. apríl 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Beckham vill fá James
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Goal segir að David Beckham, eigandi bandaríska félagsins Inter Miami, hafi haft samband við Real Madrid til að athuga hvort kólumbíski landsliðsmaðurinn James Rodriguez sé fáanlegur.

James er 28 ára og hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili. Ekki er talið að hann sé í áætlunum Zinedine Zidane.

Samningur James við Real Madrid er til júní 2021 og félagið vill því selja hann.

Beckham er sagður vilja fá James til að vera skærustu stjörnuna í nýstofnuðu liði sínu.

Miami tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í MLS-deildinni áður en fótboltanum var frestað vegna kórónaveirufaraldursins. Beckham er meðvitaður um að hann þurfi að styrkja liðið.

Hann og Florentino Perez, forseti Real Madrid, eru góðir félagar og það gæti hjálpað í vðræðunum. Ensku félögin Arsenal og Everton eru meðal félaga sem James hefur verið orðaður við.

James hefur ekki náð sömu hæðum og 2014 þegar hann vann gullskóinn á HM í Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner