Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. apríl 2020 15:05
Elvar Geir Magnússon
Ferðaskrifstofur skulda íslenskum félögum tugi milljóna
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Töluverður fjöldi íslenskra félaga missti af æfingaferðum sem fyrirhugaðar voru á undirbúningstímabilinu.

Ferðum var aflýst vegna heimsfaraldursins en mörgum félögum hefur gengið illa að fá endurgreiddar ferðir sem búið var að borga.

ÍTF segir í svari við fyrirspurn Fótbolta.net hafa upplýsingar um a.m.k. 20 milljónir króna sem eru útistandandi og félögin fá ekki endurgreitt vegna ferða sem aldrei voru farnar.

„Nokkur félög hafa haft samband og óskað eftir aðstoð við að innheimta hjá ferðaskrifstofum sem ekki hafa endurgreitt ferðir sem aldrei voru farnar og gróf samantekt okkar segir að um sé að ræða einhverja tugi milljóna sem félögin eiga inni hjá ferðaskrifstofum sem skipulögðu og seldu ferðirnar," segir í svari ÍTF.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hafa VITA ferðir endurgreitt fjölmörgum félögum en Úrval Útsýn og fleiri ferðaskrifstofur skulda íslenskum félögum umtalsverðar upphæðir.

Eins og allir vita hefur kórónaveirufaraldurinn haft víðtæk áhrif á atvinnulífið og ferðabransinn fengið hvað stærstan skell.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner