Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. apríl 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Mirror 
Ian Rush: Liverpool liðið í dag það besta
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ian Rush, goðsögn hjá Liverpool, er á þeirri skoðun að Liverpool liðið í dag, undir stjórn Jurgen Klopp, sé það besta sem félagið hafi teflt fram. Jafnvel betra en það sem hann sjálfur var hluti af og vann til margra titla.

Liverpool er einungis hænufeti frá því að vera búið að tryggja sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í þrjátíu ár. Rush segir að það sé erfitt að bera þetta lið við það sem vann titilinn árið 1990. Rush segir þó að metin sem liðið, undir stjórn Klopp, hafi bætt sýni að liðið er stórkostlegt.

Rush er 58 ára í dag. Hann vann fimm Englandsmeistaratitla og einn Evróputitil sem leikmaður Liverpool. „Til að vera á pari þurfa þeir að ná árangri en þegar þú horfir á metin þá sést að þetta lið er í raun betra en það lið sem ég var hluti af. Það myndi samt hjálpa til að ná inn titlum."

„Ég ætti samt erfitt með að taka leikmenn úr liðinu í dag og setja það inn í liðið á þeim tíma - það lið var gífurlega vel mannað."

„Horfum á síðasta tímabil, 96 stig en enginn titill. Liðið gaf enn meira í. Að ná ekki að vinna deildina þá þurfti Klopp að segja sínum mönnum að við verðum að vera enn betri. Það hefur tekist - liðið hefur verið algjörlega ótrúlegt."

„Ég horfi á liðið sem ég spilaði í og þá var það andinn í liðinu sem hjálpaði mikið til. Það er á hverjum degi í klefanum þegar hópurinn kemur saman. Þetta var þannig þá og er svona í dag, frábær andi."


Rush horfir á liðið 1986 sem það besta sem hann hafi spilað með. Liverpool vann tvennuna það ár: „Við vorum allir samstíga og það er eins í dag. Þegar þú spilar fótbolta þá er erfiðast fyrir stjórann að halda þeim, sem eru ekki að spila glöðum."

„Við vorum með leikmenn í klefanum sem við vissum að voru ekki að vonast til þess að við, sem vorum að spila, myndum tapa svo þeir gætu fengið leik. Þeir vildu að við myndum vinna þrátt fyrir að þeir væru ekki að spila. Þetta er líka eins í dag."

„1986 vorum við með Kevin MacDonald, Steve Staunton, Gary Ablett, Barry Venison. Þeir settu sinn leik upp á hærra plan því þeir vildu ekki valda vonbrigðum. Þetta svipar mjög til James Milner í dag. Hann er algjörlega frábær. Hann miðlar á sama tíma til yngri leikmanna."

Athugasemdir
banner
banner
banner