Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. apríl 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Inter fyrirgefur Lukaku
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Inter hefur samþykkt afsökunarbeiðni frá sóknarmanninum Romelu Lukaku.

Lukaku var í viðtali þar sem hann sakaði félagið um að gera ekki nægilega mikið til að verja leikmenn sína frá kórónaveirunni.

Belgíski sóknarmaðurinn sagði að 23 af 25 leikmönnum Inter hafi fundið fyrir einkennum eins og hósta og hita í janúar en hafi ekki farið í greiningu.

La Repubblica segir að Lukaku hafi beðist afsökunar og að Inter hafi ákveðið að sekta leikmanninn ekki þrátt fyrir að hann hafi brotið reglur hjá félaginu.

Lukaku hefur skorað 23 mörk í 35 leikjum fyrir Inter á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner