Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. apríl 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp bað um tíma því hann óttaðist að fá sparkið
Klopp stýrði Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.
Klopp stýrði Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp viðurkennir að hafa óttast það þegar hann tók við Liverpool að verða rekinn ef hann næði ekki að breyta gengi liðsins á nægilega skömmum tíma.

Klopp tók við Liverpool í október 2015 eftir að hafa stýrt Borussia Dortmund í heimalandi sínu, Þýskalandi, við góðan orðstír þar áður. Liverpool hafði lent í sjötta sæti undir stjórn Brendan Rodgers tímabilið áður en Klopp tók við.

„Það var á hreinu að við þurftum tíma," sagði Klopp við Sky Sports. „Við gátum ekki lagað hlutina á einni nóttu. Allir vildu það, en það var ljóst að það var ekki hægt."

„Ég varð að biðja um tíma, þannig var það. Ég hef aldrei verið rekinn á stjóraferlinum og hef enga reynslu af því. En ég vissi að ég væri að taka skref upp á við (hjá Liverpool) og ef ég gæti ekki náð í nægilega góð úrslit nógu snemma þá yrði ég rekinn."

„Þess vegna sagði ég að ef ég sit hér eftir fjögur ár þá hefur eitthvað gott gerst (að Liverpool bætti sig og vann titla). Það er ekki það að ég hafi beðið um fjögur ár, ég bað um lítinn tíma og við fengum það."

Klopp segir að eigendur Liverpool hafi áttað sig á því fljótlega að liðið væri á réttri leið undir hans stjórn og eftir það var ekki litið til baka. Liverpool vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og er einnig handhafi Heimsmeistarabikars félagsliða. Þá var Liverpool við það að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 30 ár áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner