Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. apríl 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Loris Karius á leið til Úlfanna?
Loris Karius.
Loris Karius.
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Loris Karius gæti fengið annað tækifæri á Englandi að sögn tyrkneskra fjölmiðla. Það kemur fram hjá Fanatik í Tyrklandi að Úlfarnir vilji fá hann í sínar raðir.

Karius er á sinni seinni leiktíð á láni hjá Besiktas frá Liverpool. Markvörðurinn þýski var ekki í plönum Jurgen Klopp eftir hræðilega frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018. Alisson var keyptur sumarið 2018 til að fylla stöðu Karius.

Karius hefur ekki fengið greidd laun frá Besiktas að undanförnu og vill segja lánssamningnum upp og komast fyrr heim á Anfield.

Karius er samningsbundinn Liverpool til 2022, en samkvæmt Fanatik þá hafa Úlfarnir verið í viðræðum vip Liverpool um að fá markvörðinn mögulega á láni. Hann yrði þá varamarkvörður fyrir Rui Patricio, en myndi fá að spila í bikarkeppni og kannski í Evrópukeppni.

Karius hefur leikið 31 leik fyrir Besiktas í öllum keppnum á leiktíðinni.
Það hefur ekki gengið neitt frábærlega hjá honum.

Sjá einnig:
Karius kvartar til FIFA og vill snúa heim á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner