Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 22. apríl 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Missti móður sína en eignaðist foreldra úr Blikafjölskyldunni
Damir Muminovic er gestur vikunnar í Miðjunni.
Damir Muminovic er gestur vikunnar í Miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan hér á Fótbolta.net þessa vikuna.

Hann segir þar meðal annars frá því þegar hann missir móður sína úr krabbameini en hafi bakland í fólki úr blikafjölskyldunni sem hann lítur á sem foreldra sína.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

„Mamma veiktist árið 2016 og ég vissi ekkert því hún sagði ekki frá því og ætlaði að harka af sér. Hún var með krabbamein og dó á innan við ári," segir Damir.

„Ég vissi ekki hversu veik hún var og enginn í fjölskyldunni heldur. Hún hélt að hún myndi harka þetta af sér því hún var alltaf þannig. Hún vildi ekki að ég myndi hafa áhyggjur. Hún dó um mitt sumar 2017."

Damir ræðir þetta frekar í þættinum sem má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Hann segist hafa haft mikið bakland í fólki sem hann kynntist í gegnum Blikafjölskylduna.

„Þau heita Jón og Anna. Ég hef þekkt þau síðan 2015 en þau eru tengd Breiðabliki. Við fluttum í húsið þeirra og síðan þá hafa þau alltaf verið til staðar fyrir mig," sagði Damir.

„Samband okkar er bara eins og ég sé sonur þeirra og þau hafa alið mig upp. Þó ég sé að verða þrítugur eru þau ennþá að kenna mér eitthvað nýtt. Þau eru alltaf til staðar bæði fyrir mig og alla."
Miðjan - Damir upplifði mikið heimilisofbeldi
Athugasemdir
banner
banner
banner