Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. apríl 2020 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samþykkt einróma að reyna að klára tímabilið á Ítalíu
Birkir Bjarnason er á mála hjá Brescia sem er á botni ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Birkir Bjarnason er á mála hjá Brescia sem er á botni ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Félögin 20 sem leika í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, hafa kosið um það að það eigi að reyna að klára yfirstandandi tímabil. Ekki hefur verið spilað í ítölsku úrvalsdeildinni frá því í mars vegna kórónuveirunnar.

Nokkur félög eins og til dæmis Torino og Sampdoria hafa verið á móti því að klára tímabilið. Massimo Cellino, eigandi Brescia sem er á botni deildarinnar, hefur þá gengið svo langt að segja að liðið mæti ekki til leiks ef tímabilið hefst aftur. Birkir Bjarnason er á mála hjá Brescia.

Það var tekinn myndbandsfundur í morgun á milli félaga í ítölsku úrvalsdeildinni og var tekin sú einróma ákvörðun að reyna að klára 2019/20 tímabilið ef hægt verður.

UEFA býst við því að deildir í Evrópu geti haldið áfram í júni en segir að í 'sérstökum tilvikum' megi aflýsa tímabilinu vegna kórónaveirufaraldsins.

Rúmlega 25 þúsund manns hafa dáið vegna kórónaveirunnar á Ítalíu og þá eru smit að nálgast 200 þúsund.
Athugasemdir
banner
banner
banner