Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. apríl 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Scholes: Pogba er jafn góður og Gerrard
Mynd: Getty Images
„Hann er eins og Steven Gerrard - hraði, kraftur og geta. Hann getur gert gjörsamlega allt."

Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, er á þeirri skoðun að Paul Pogba sé jafngóður og Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, þrátt fyrir kaflaskipta tíma hjá Manchester United.

Paul Pogba er mikið á milli tannanna á stuðningsmönnum Manchester United, hann er oft meiddur og voru væntingarnar miklar þegar hann var keyptur á metfé frá Juventus.

„Ég spilaði smá með Paul og allir vita að hann býr yfir miklum hæfileikum," sagði Scholes í UTD hlaðvarpinu.

„Hann var frábær hjá Juventus, frábær með Frakklandi og hefur átt frábæra spretti inn á mili hér hjá United líka."

„Hann getur gert allt sem miðjumaður á að geta gert og maður myndi líklega líkja honum við Steven Gerrard þegar kemur að hraðanum, kraftinum og gæðunum. Hann getur gert gjörsamlega allt."

Athugasemdir
banner
banner
banner