Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. apríl 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Seaman: Enginn vafi að Pickford er númer eitt
Jordan Pickford.
Jordan Pickford.
Mynd: Getty Images
David Seaman, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, segir að Jordan Pickford eigi skilið að vera áfram aðalmarkvörður Englendinga.

Seaman þekkir það vel hvaða pressa fylgir því að verja mark Englands. Pickford var hetja á HM 2018 en hefur legið undir gagnrýni á þessu tímabili.

„Jordan er númer eitt, það er enginn vafi. Hann hefur gert nokkur mistök en það er eðilegt hjá markvörðum. Hvernig þú bregst við er það sem skiptir máli," segir Seaman.

„Jordan svarar alltaf á jákvæðan hátt, hann er með sjálfstraust og er kominn með mikla reynslu frá HM, Þjóðadeildinni og undankeppni Evrópumótsins."

„Þú hendir þessu ekki öllu í burtu við fyrsta tækifæri. Þú vilt markvörð sem er með stöðugleika og einbeitingu. Þú vilt markvörð sem getur tekið stórar vörslur og hann er enn að gera það."

„Hann fær gagnrýni núna og það er áhugavert en í mínum huga er hann aðalmarkvöður. Þú færð gagnrýni og hann er enn ungur og er að læra," segir Seaman.

Ýmsir sparkspekingar hafa kallað eftir því að Dean Henderson eða Nick Pope taki stöðuna af Pickford í enska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner