mið 22. apríl 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Skotar ætla að aflýsa sinni úrvalsdeild
Skotar ætla að krýna Celtic meistara.
Skotar ætla að krýna Celtic meistara.
Mynd: Getty Images
Skoska úrvalsdeildin hyggst aflýsa tímabilinu hjá sér eftir að UEFA sagði að deildir sem verða blásnar af muni fá að taka þátt í Evrópukeppnum á næsta tímabili.

Skotland fetar því í fótspor belgísku og hollensku deildanna en í gær var staðfest að allir stórir viðburðir í Hollandi væru bannaðir til 1. september.

UEFA fundaði með aðildarlöndum sínum í gegnum fjarfund í gær. Sambandið vill að keppnir séu kláraðar en ætlar ekki að taka Evrópusæti af löndum sem klára ekki sínar deildir.

Celtic var með mikla yfirburði þetta tímabilið, eins og oft áður, og mun fá meistaratitilinn þetta árið.

Áhugavert er að Rangers er enn með í Evrópudeildinni 2019-20 og gæti spilað leiki í þeirri keppni á meðan það leikur í skosku deildinni 2020-21 en þar er stefnt á að nýtt tímabil hefjist snemma í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner