Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. apríl 2020 11:09
Elvar Geir Magnússon
Tíu verðmætustu leikmennirnir sem eru að verða lausir
Thomas Meunier, leikmaður PSG.
Thomas Meunier, leikmaður PSG.
Mynd: Getty Images
Hvert fer Willian?
Hvert fer Willian?
Mynd: Getty Images
Football365 skoðaði hvaða leikmenn í Evrópu eru að verða samningslausir í sumar og með hjálp Transfermarkt var settur saman topp tíu listi yfir þá verðmætustu.

Efstur á listanum er belgíski bakvörðurinn Thomas Meunier hjá PSG. Hann hefur verið orðaður við Manchester United, Tottenham og Chelsea en frekar er búist við því að hann haldi til Þýskalands og gangi í raðir Bayern München eða Dortmund.

Willian og Dries Martins sem koma númer tvö og þrjú hafa báðir verið orðaðir við Juventus og fleiri félög. Edinson Cavani hefur verið nýlega orðaður við Newcastle.

Númer fimm á listanum er Ryan Fraser sem fór á kostum með Bournemouth á síðasta tímabili en hefur verið skugginn af sjálfum sér á þessu. Hann var sterklega orðaður við Arsenal í fyrra.

Þeir verðmætustu sem eru að verða samningslausir
1) Thomas Meunier (PSG)
2) Willian (Chelsea)
3) Dries Mertens (Napoli)
4) Edinson Cavani (PSG)
5) Ryan Fraser (Bournemouth)
6) Jan Vertonghen (Tottenham)
7) Artem Dzyuba (Zenit Pétursborg)
8) Layvin Kurzawa (PSG)
9) Charles Aranguiz (Bayer Leverkusen)
10) David Silva (Manchester City)
Athugasemdir
banner
banner
banner