mið 22. apríl 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tóku saman hvað varð um leikmenn Íslands frá EM 2016
Icelandair
Jack Wilshere og Jón Daði í baráttu í 16-liða úrslitunum á EM 2016?
Jack Wilshere og Jón Daði í baráttu í 16-liða úrslitunum á EM 2016?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru núna liðin tæp fjögur ár frá því Ísland kom allri Evrópu á óvart með stórkostlegri frammistöðu á EM í Frakklandi. Það var fyrsta stórmótið sem íslenska karlalandsliðið hefur leikið á.

Síðan þá hefur liðið leikið á HM 2018 og hafði vonast til þess að vinna umspil til að komast á EM 2020 áður en umspilinu og mótinu sjálfu var frestað vegna kórónuveirunnar.

Á EM 2016 fór Ísland alla leið í 8-liða úrslit með því að komast upp úr riðlinum og leggja England að velli í Nice í 16-liða úrslitunum á eftirminnilegan hátt.

Árangurinn var mjög eftirtektarverður og utan vallar varð Víkingaklappið að stóru fyrirbæri.

Squawka ákvað að taka saman lista yfir þá 13 leikmenn Ísland sem spiluðu gegn Englandi og skoða hvað varð um þá leikmenn. Ísland stillti upp sama byrjunarliðinu í öllum leikjum sínum á mótinu.

Með því að smella hérna má skoða umfjöllun Squawka.

Liðið gegn Englandi: Hannes Þór, Birkir Már, Ragnar, Kári, Ari Freyr, Jóhann Berg, Aron Einar, Gylfi, Birkir Bjarna, Kolbeinn, Jón Daði.

Theódór Elmar og Arnór Ingvi komu inn á sem varamenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner