Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. apríl 2020 10:31
Elvar Geir Magnússon
Valur og KR áttu að mætast í opnunarleiknum í dag
Patrick Pedersen og Finnur Tómas Pálmason.
Patrick Pedersen og Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild karla hefði átt að fara af stað í kvöld með opnunarleik Vals og Íslandsmeistara KR.

Kórónaveirufaraldurinn hefur frestað mótinu en nú er áætlað að hefja leik í kringum 14. júní.

Opnunarleikurinn hefði verið í kvöld, fjórir leikir á morgun og umferðinni hefði lokið með leik Stjörnunnar og Fylkis á föstudag.

Nú er í gangi bann við skipulögðum æfingum íþróttafélaga en því verður aflétt með takmörkunum þann 4. maí.

Létt var á upphaflegum takmörkunum eins og greint var frá í gær en meistaraflokkar mega þá æfa í sjö manna hópum.

Áætlað er að þær takmarkanir verði í gildi í 3-4 vikur og svo megi æfa án allra takmarkana, Opnunarleikur Pepsi Max-deildarinnar verður svo ef allt gengur upp í kringum 14. júní.

Líklegt er að deildin verði leikin út október en bikarúrslitaleikurinn er samkvæmt nýju plani þann 7. nóvember.

Leikir í 1. umferð Pepsi Max
Valur - KR
Breiðablik - Grótta
HK - FH
ÍA - KA
Víkingur R. - Fjölnir
Stjarnan - Fylkir
Athugasemdir
banner
banner
banner