Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. maí 2019 23:26
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
4. deild: Sigrar hjá Hvíta Riddaranum og Birninum - Jafnt hjá Kríu og Elliða
Hvíti Riddarinn vann ÍH 4-1.
Hvíti Riddarinn vann ÍH 4-1.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Magnús Stefánsson skoraði þrennu fyrir Björninn.
Magnús Stefánsson skoraði þrennu fyrir Björninn.
Mynd: Aðsend
Þrír leikir fóru fram í 2. umferð 4. deildar í kvöld, leikið var í riðlum A, B og D.

A-riðill
SR tók á móti Birninum í A-riðli, þar var Magnús Stefánsson í miklu stuði og skoraði þrennu í 1-3 sigri Bjarnarins á SR. Hrafn Ingi Jóhannson skoraði mark SR. Björninn er á toppnum í A-riðli með sex stig eftir tvo leiki, SR er í 4. sæti með þrjú stig.

SR 1-3 Björninn
0-1 Magnús Stefánsson ('32)
0-2 Magnús Stefánsson ('72)
1-2 Hrafn Ingi Jóhannsson, víti ('90)
1-3 Magnús Stefánsson ('90)

B-riðill
Hvíti Riddarinn fékk ÍH í heimsókn í B-riðli, þar sigruðu heimamenn örugglega 4-1. Mörk heimamanna skoruðu Egill Jóhannsson, Birgir Freyr Ragnarsson og Haukur Eyþórsson, Egill skoraði tvö mörk. Mark ÍH skoraði Garðar Benediktsson. Hvíti Riddarinn er á toppnum í B-riðli með sex stig, ÍH er stigalaust í 6. sæti.

Hvíti Riddarinn 4-1 ÍH
1-0 Egill Jóhannsson ('26)
2-0 Birgir Freyr Ragnarsson ('49)
3-0 Egill Jóhannsson, víti ('52)
3-1 Garðar Benediktsson ('87)
4-1 Haukur Eyþórsson ('89)

D-riðill
Kría og Elliði mættust í D-riðli, leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Kría komst yfir í fyrri hálfleik en Elliði jafnaði í seinni hálfleik. Elliði er á toppnum í D-riðli með fjögur stig en Kría er í 3. sæti með tvö stig.

Kría 1-1 Elliði
Markaskorara vantar.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner