Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. maí 2019 09:25
Elvar Geir Magnússon
Sarri orðaður við Juve - Man Utd vill Rakitic
Powerade
Tekur Sarri við Ítalíumeisturunum?
Tekur Sarri við Ítalíumeisturunum?
Mynd: Getty Images
Solskjær er tilbúinn að gera Pogba að fyrirliða.
Solskjær er tilbúinn að gera Pogba að fyrirliða.
Mynd: Getty Images
Meðal þeirra sem koma við sögu í slúðurpakkanum í dag eru Lampard, De Gea, Pogba, Sarri, Zaha og Mata. BBC tók saman.

Maurizio Sarri (60), stjóri Chelsea, er á blaði hjá Ítalíumeisturum Juventus sem leita að manni í stað Massimiliano Allegri. Roma hefur einnig áhuga á Sarri. (Sky Sports)

Frank Lampard, stjóri Derby, gæti snúið aftur til Chelsea og tekið við af Sarri. (Daily Mirror)

Juventus gæti ráðið Simone Inzaghi, stjóra Lazio. (Sky Sport Italia)

Chelsea mun ekki standa í vegi fyrir Sarri ef Juventus býðst til að borga félaginu 5 milljónir punda fyrir þjónustu hans. (Telegraph)

Arsenal vill fá til sín markvörðinn Markus Schubert (20) á frjálsri sölu í sumar. Schubert er markvörður Dynamo Dresden og þýska U21-landsliðsins. Arsenal er í leit að markverði til að fylla skarð Petr Cech. (Bild)

Yfir 330 þúsund stuðningsmenn Real Madrid tóku þátt í skoðanakönnun en 92% þeirra gáfu velska framherjanum Gareth Bale falleinkunn. (Marca)

Newcastle gæti haft áhuga á að fá Juan Mata (31) en samningur Spánverjans við Manchester United er runninn út. (Sun)

Manchester United vill fá Ivan Rakitic (31) en Barcelona er tilbúið að selja króatíska miðjumanninn. (Express)

Manchester United er tilbúið að gera formlegt tilboð í enska miðjumanninn Sean Longstaff (21) og er nálægt því að fá Daniel James (21), vængmann Swansea. (ESPN)

Manchester United þarf að borga 50 milljónir punda ef félagið ætlar að fá Aaron Wan-Bissaka (21), bakvörð Crystal Palace. (Mirror)

David de Gea (28) hefur hafnað nýju samningstilboði frá Manchester United. Núverandi samningur spænska markvarðarins rennur út eftir næsta tímabil. (Sun)

Franska miðjumanninum Paul Pogba (26) mun verða boðið fyrirliðabandið hjá Manchester United en Ole Gunnar Solskjær reynir að sannfæra hann um að vera áfram á Old Trafford. (ESPN)

Tottenham hefur ekki lengur áhuga á Wilfried Zaha (26), vængmanni Crystal Palace. 100 milljóna punda verðmiði fældi félagið frá. (Evening Standard)

Tottenham hefur átt í viðræðum við úrúgvæska sóknarmanninn Maxi Gomez (22) hjá Celta Vigo. Hann er með 43 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Star)

Leicester hefur áhuga á James Justin (21), bakverði Luton Town. (Mail)

Newcastle og West Ham íhuga að gera tilboð í Wesley Moraes (22), brasilískan sóknarmann Club Brugge. (Mirror)

Antonio Conte hefur unnið málaferli gegn Chelsea en félagið þarf að borga honum 9 milljónir punda í bætur eftir að hafa rekið hann síðasta sumar. (Times)

Ársmiðar Manchester United fyrir komandi tímabil seldust upp á mettíma. (Mail)

Frank Lampard mun reyna að kaupa Gary Cahill (33) til Derby ef liðið kemst upp í ensku úrvalsdeildina með því að vinna Aston Villa í úrslitaleik umspilsins. (Mirror)
Athugasemdir
banner