Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. maí 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Steinþór Freyr er að koma til baka eftir meiðsli
Steinþór tognaði á læri í leiknum gegn Val.
Steinþór tognaði á læri í leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Steinþór Freyr Þorsteinsson þurfti að fara af velli eftir tæplega 70 mínútna leik í 1-0 sigri KA á Val í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Sá leikur fór fram 5. maí og hefur Steinþór Freyr ekkert náð að leika með KA síðan þá en hann tognaði á innanverðu lærinu.

„Hann ætti að vera með á æfingu í kvöld og þá kemur í ljós hvernig staðan á honum er. Ég reikna með að hann sé orðinn klár," sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA.

KA mætir ÍBV í 6. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn næstkomandi á Greifavellinum. Steinþór Freyr gæti spilað með KA í þeim leik.

Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson léku í fyrsta skipti saman 90 mínútur fyrir KA í sigrinum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Óli Stefán segir það koma í ljós á æfingunni í kvöld hvernig standið á leikmönnum liðsins er, eftir þann leik.

6. umferðin:

laugardagur 25. maí
16:00 KA-ÍBV (Greifavöllurinn)
16:00 HK-Grindavík (Kórinn)
18:00 Víkingur R.-KR (Eimskipsvöllurinn)

sunnudagur 26. maí
17:00 ÍA-Stjarnan (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner