Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 22. maí 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Tekur Guardiola við Juventus?
Pep Guardiola er afar eftirsóttur
Pep Guardiola er afar eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Juventus hefur mikinn áhuga á því að fá Pep Guardiola frá Manchester City.

Ferill Guardiola í þjálfun er vel skreyttur en hann þjálfaði B-lið Barcelona með góðum árangri áður en hann tók við aðalliðinu. Þar vann hann spænsku deildina þrisvar, Meistaradeild Evrópu tvisvar og spænska bikarinn þá í tvígang.

Hann fór þaðan til Bayern München þar sem hann vann einnig deildina þrisvar og þá þýska bikarinn tvisvar. Hjá Manchester City hefur hann gjörbreytt liðinu og unnið deildina tvisvar og enska bikarinn einu sinni.

Juventus ákvað að láta Max Allegri fara eftir að hafa unnið deildina fimm sinnum í röð og komið liðinu tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Ítalskir miðlar hafa greint frá því að Guardiola hitti Fabio Paratici, yfirmann knattspyrnumála hjá Juventus og rætt við hann um að taka við liðinu og þá ganga sumir svo langt að segja að hann verði kynntur þjálfari liðsins þann 14. júní.

Guardiola hefur sjálfur sagt að hann ætli sér ekki að taka við Juventus en það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.

Manchester City gæti átt yfir höfði sér bann frá Evrópukeppni vegna brota á fjármálareglum. UEFA hefur rannsakað City síðustu ár en ef City áfrýja þá mun ákvörðunin liggja fyrir hjá CAS, alþjóðlega íþróttadómstólnum í Lausanne.

Bannið myndi þó ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi tímabilið 2020-2021 þar sem það er stutt í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner