sun 22. maí 2022 13:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saliba vill fara frá Arsenal - Vill spila í Meistaradeildinni
Saliba í leik með varaliði Arsenal
Saliba í leik með varaliði Arsenal
Mynd: Getty Images

William Saliba er franskur 21 árs gamall miðvörður sem hefur verið á mála hjá Arsenal frá árinu 2019 en hefur enn ekki fengið eitt einasta tækifæri með liðinu.


Hann þótti gríðarlegt efni á sínum tíma en fékk aldrei tækifæri hjá Arsenal og hefur verið þrisvar sinnum sendur á lán til Frakklands. Á þessu tímabili hefur hann verið hjá Marseille sem tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Liðið endaði í 2. sæti deildarinnar og fer beint í riðlakeppnina. Arsenal þarf að vinna Everton og treysta á að Norwich vinni Tottenham til að komast í Meistaradeildina. Saliba vill vera áfram hjá Marseille.

„Ég vil koma aftur og spila í Meistaradeildinni. Ég hef aldrei spilað þar áður og ég vil upplifa það," sagði Saliba eftir 4-0 sigur á Strasbourg í gær.

Saliba var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar og var valinn í A-landsliðshóp Frakklands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni.

Sjá einnig:
Guendouzi vonar að Saliba fari ekki til Arsenal


Athugasemdir
banner
banner
banner