Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 22. júní 2018 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Brasilía gekk frá Kosta Ríka í uppbótartíma
Brasilía er í góðum málum.
Brasilía er í góðum málum.
Mynd: Getty Images
Brasilía 1 - 0 Kosta Ríka
1-0 Philippe Coutinho ('90 )
2-0 Neymar ('90)

Brasilía olli vonbrigðum í fyrsta leik sínum á HM þegar liðið gerði jafntefli við Sviss. Brassarnir mættu Kosta Ríka í dag og ekkert annað en sigur kom til greina, sérstaklega eftir stórt tap erkifjandanna í Argentínu gegn Króatíu í gær.

Kosta Ríka á lífi fram í uppbótartíma
Kosta Ríka, spútnikliðið frá 2014, var þétt fyrir að venju og staðan var markalaust eftir fyrri hálfleikinn. Á 77. mínútu dró til tíðinda þegar dómarinn benti á punktinn eftir að Neymar féll í teignum. Hinn hollenski Björn Kuipers leit hins vegar á myndband af atvikinu og breytti dómnum, hann dæmdi ekki víti - þess í stað var dæmur leikaraskapur á Neymar.


Staðan var enn markalaus þegar komið var fram í uppbótartíma og Kosta Ríka var enn á lífi en þegar uppbótartíminn var nýhafinn kom fyrsta mark leiksins. Boltinn komst inn á teiginn og þar var Philippe Coutinho ákveðinn í því að skora, sem hann svo gerði. Staðan 1-0 fyrir Brasilíu og Kosta Ríka var ekki að fara að koma til baka eftir það. Þess í stað bætti Neymar við öðru marki Brassa.

Hvað gerist næst?
Lokatölur 2-0 og Brasilía er í góðum málum, svo gott sem komið áfram. Mótið er hins vegar svo gott sem búið hjá Kosta Ríka.

Brasilía á eftir að spila við Serbíu og Kosta Ríka á eftir að mæta Sviss.
Athugasemdir
banner
banner