Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. júní 2018 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ljóst með hverjum Argentína heldur - „Vinnið fyrir Messi"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentína tapaði 3-0 fyrir Króatíu í gær og eru möguleikar liðsins á að komast upp úr D-riðlinum á HM, riðli okkar Íslendinga, ekkert stórkostlega miklir.

Nú stendur yfir leikur Íslands og Nígeríu og Volgograd. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Það er alveg ljóst með hverjum Argentínumenn halda í leiknum, þeir halda með Nígeríu.

Argentínumenn líta svo á að bestu úrslitin séu að Nígería vinni því þá geti þeir svona nokkurn veginn verið með örlögin í sínum höndum í lokaleiknum í riðlinum þar sem þeir mæta Nígeríu.

Á leikinn í Volgograd eru mættir að því virðast Argentínumenn með borða sem á stendur „Nígería vinnið, gerið það, fyrir Messi".

Hér að neðan má sjá mynd af þessu.



Athugasemdir
banner
banner