Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. júní 2018 18:34
Egill Sigfússon
Sverrir Ingi: Þeir voru að spila í sama veðri og við
Icelandair
Sverrir er hér að skoða aðstæður fyrir leikinn í dag
Sverrir er hér að skoða aðstæður fyrir leikinn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara eins og venjulega, auðvitað hefur hitinn eitthvað að segja en það ræður kannski ekki úrslitum í dag held ég. Nígeríumennirnir voru bara góðir, kannski ekki besti leikur sem við höfum spilað en leikurinn ræðst á því að fyrsta mark svona leiks er mjög mikilvægt," sagði Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Íslands, eftir 2-0 tap gegn Nígeríu á HM.

„Þú sást að eftir að þeir skora þá köstum við fleirum mönnum fram og reynum að jafna leikinn og fáum annað mark í bakið við það. Eigum svo séns á að komast aftur inn í leikinn en það gekk ekki. Við verðum bara að taka þessu eins og menn og koma til baka á þriðjudaginn."

Íslenska liðið fékk sex daga hvíld eftir jafnteflið við Argentínu en það voru þreytumerki á liðinu í dag. Sverrir sagði að það væri ekki endilega þreyta frá síðasta leik heldur frekar eitthvað annað sem er erfitt að útskýra.

„Ég held að það hafi ekkert að segja að þreytan frá því í síðasta leik hafi áhrif hér í dag, auðvitað eru menn búnir að "recovera" og allt það. Það er mikill hiti og ekki bestu aðstæður til að spila í sem fótboltamaður, þú tekur kannski einhverja vitlausa ákvörðun en ég held að það hafi ekki ráðið úrslitum hér í dag. Þeir voru að spila í sama veðri og við en vissulega vorum við þreyttir, af hverju nákvæmlega get ég ekki gefið skýringar á."

Næsti leikur, síðasti leikurinn í riðlakeppninni, er við Króatíu á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner