Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. júní 2018 19:01
Egill Sigfússon
„Trúi því að við förum áfram þangað til annað kemur í ljós!"
Icelandair
Emil kom ekki við sögu í dag.
Emil kom ekki við sögu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil var magnaður í fyrsta leik gegn Argentínu. ,,„Hann tók mig ekki útúr liðinu af því hann var ósáttur með mig, það er alveg á hreinu. Ég þurfti að taka þetta á mig, hann ákvað að spila öðruvísi leikkerfi og ég varð bara að taka því og vera tilbúinn á bekknum ef þurfti á að halda.
Emil var magnaður í fyrsta leik gegn Argentínu. ,,„Hann tók mig ekki útúr liðinu af því hann var ósáttur með mig, það er alveg á hreinu. Ég þurfti að taka þetta á mig, hann ákvað að spila öðruvísi leikkerfi og ég varð bara að taka því og vera tilbúinn á bekknum ef þurfti á að halda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef aldrei gaman að því að vera á bekknum en ég meina, það er enginn leikmaður í þessu liði of stór leikmaður eða of góður til þess að vera ekki bekkjaður. Þetta var planið í einhvern tíma að við ætluðum að hafa tvo framherja. Auðvitað hundfúlt að verða fyrir valinu að spila ekki þennan leik af því að það langar öllum til að spila alla leiki. Eftir fína frammistöðu þá er þetta leiðinlegt en eins og ég segi, við erum lið, það er enginn of stór til að fara á bekkinn og því miður þurfti ég að gera það í þetta skiptið." sagði Emil Hallfreðsson sem kom ekki við sögu í 2-0 tapinu gegn Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í dag.

Emil átti prýðisleik gegn Argentínu en var ónotaður varamaður í dag, Emil var samt ekki bitur út í þjálfarann og sagði að hann hefði einfaldlega farið á bekkinn vegna breytingu á leikkerfi, úr 4-5-1 í 4-4-2.

„Hann tók mig ekki útúr liðinu af því hann var ósáttur með mig, það er alveg á hreinu. Ég þurfti að taka þetta á mig, hann ákvað að spila öðruvísi leikkerfi og ég varð bara að taka því og vera tilbúinn á bekknum ef þurfti á að halda. Þetta fór eins og fór í dag og auðvitað er það bara súrt fyrir alla."

Emil segist hreinlega ekki vera alveg viss hvað klikkaði í dag en sagði að meðal þess sem hann tók eftir var að liðið var ekki jafn kraftmikið og venjulega.

„Það er ótrúlega auðvelt að tala eftir leiki, segja hvað vantar og hvað mátti betur fara. Það vantaði upp á að vinna seinni boltana og það var ekki sami kraftur og hefur verið í okkur í seinni hálfleik. Annars veit ég ekki almennilega hvað vantaði. Þetta var aldrei að fara vera auðveldur leikur, þetta var erfiður dagur og ég á erfitt með að segja til hvað fór úrskeiðis ef ég segi alveg eins og er."

Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast uppúr riðlinum og Emil hefur trú á því og segir að liðið verði bara að hugsa jákvætt og gefa allt í síðasta leikinn gegn Króötum.

„Auðvitað er það leiðinlegt fyrir alla en ég held að við verðum að horfa á þetta þannig núna að það er ennþá séns og gefa því svolitla orku, vera jákvæðir og trúa að við getum ennþá farið uppúr riðlinum. Við verðum bara að hugsa jákvætt, ef við ætlum að fara í einhverja neikvæðni og depurð erum við aldrei að fara uppúr þessum riðli. Það er ennþá séns og ég ætla bara að trúa því þangað til annað kemur í ljós," sagði Emil að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner