Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. júní 2018 12:19
Elvar Geir Magnússon
Tvö ár síðan Arnór Ingvi skoraði gegn Austurríki - Hlustaðu á lýsingu Gumma Ben
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þann 22. júní 2016 skoraði Arnór Ingvi Traustason sigurmark gegn Austurríki sem alltaf mun lifa í íslenskri fótboltasögu.

Þetta magnaða mark, sem skorað var á Stade de France, tryggði Íslandi leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM.

Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans en hér að neðan má sjá markið.

Arnór er í dag, ásamt öðrum leikmönnum Íslands, að búa sig undir leikinn gegn Nígeríu en hann var ónotaður varamaður í jafnteflinu gegn Argentínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner