Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. júní 2019 17:03
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Fyrsta tap Kórdrengja kom gegn KF
Fyrsta tap Kórdrengja í 3. deild kom í dag.
Fyrsta tap Kórdrengja í 3. deild kom í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njörður skoraði í sigri KV.
Njörður skoraði í sigri KV.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Þrír leikir fóru fram í 3. deild karla í dag og voru tólf mörk skoruð. KV hélt toppsætinu á meðan Kórdrengir töpuðu fyrsta deildarleik sumarsins.

Fimmti sigur KV í röð kom gegn Sindra í dag. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson kom heimamönnum yfir snemma leiks og bættu Einar Már Þórisson og Njörður Þórhallsson tveimur mörkum við fyrir leikhlé. Ekkert var skorað í síðari hálfleik.

KV er því á toppi deildarinnar með 21 stig eftir 8 umferðir. Eini tapleikur sumarsins kom gegn Einherja.

KV 3 - 0 Sindri
1-0 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('10)
2-0 Einar Már Þórisson ('32)
3-0 Njörður Þórhallsson ('38)

Kórdrengir gátu haldið sér einu stigi frá KV með sigri á heimavelli í dag en gestirnir frá Fjallabyggð voru of sterkir og höfðu betur.

Halldór Logi Hilmarsson kom KF yfir rétt fyrir leikhlé og skoraði Grétar Áki Bergsson í seinni hálfleik.


Yohance Marshall minnkaði muninn undir lokin en það nægði ekki til. Lokatölur 1-2 og KF hoppar upp í 2. sætið, tveimur stigum eftir KV. Kórdrengir eru í þriðja sæti, tveimur stigum eftir KF.

Kórdrengir 1 - 2 KF
0-1 Halldór Logi Hilmarsson ('43)
0-2 Grétar Áki Bergsson ('69)
1-2 Yohance Marshall ('90)

Höttur/Huginn fékk þá Skallagrím í heimsókn í fallbaráttunni og hafði betur í fjörugum leik.

Staðan var 2-1 í hálfleik en gestirnir sneru stöðunni við og staðan orðin 2-3 snemma í síðari hálfleik. Gestirnir frá Borgarnesi virtust ætla að landa mikilvægum sigri en Ivan Bubalo og Heiðar Logi Jónsson skoruðu á lokamínútunum.

Höttur/Huginn vann því magnaðan 4-3 sigur og er með níu stig eftir átta umferðir. Skallagrímur er með sex stig.

Höttur/Huginn 4 - 3 Skallagrímur
1-0 Petar Mudresa ('32)
1-1 Cristofer Rolin ('38)
2-1 Ivan Bubalo ('45)
2-2 Cristofer Rolin ('51)
2-3 Sigurjón Logi Bergþórsson ('54)
3-3 Ivan Bubalo ('86)
4-3 Heiðar Logi Jónsson ('90)

Stöðutöfluna má sjá hér fyrir neðan. Það tekur hana tíma að uppfæra sig.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner