Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. júní 2019 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sig nýtur þess að vera í fríi og tekur stöðuna seinna
Arnór er tvítugur og á að baki fjóra A-landsleiki.
Arnór er tvítugur og á að baki fjóra A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var betra en ég bjóst við. Auðvitað setti ég markmiðið hátt. Sum markmið heppnuðust og sum ekki," segir Arnór Sigurðsson um sitt fyrsta tímabil hjá CSKA Moskvu í Rússlandi.

Þetta sagði Arnór í viðtali við ÍA TV.

Þegar Arnór var beðinn um að nefna hápunktana á tímabilinu nefndi hann tvo leiki.

„Það er klárlega leikurinn á Santiago Bernabeu á móti Real Madrid og leikurinn á móti Spartak Moskvu, stærsti leikurinn í rússneska boltanum og grannaslagur. Við unnum 2-0 og ég skoraði bæði þar. Það eru tveir hápunktar."

Þessi efnilegi landsliðsmaður hefur verið orðaður við stórlið í Evrópu, þar á meðal Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni.

„Það er ekkert mikið að segja frá. Auðvitað er búið að vera að tala um áhuga og eitthvað sem er í gangi sem kemur með góðri frammistöðu og ég er stoltur af því. Það opnar ekkert fyrr en í júlí þannig að ég er slakur og mér líður vel í Moskvu. Ég er bara að njóta þess að vera í fríi og mun taka stöðuna seinna."

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni, en Arnór talar þar líka um uppeldisfélag sitt, ÍA, og gengi liðsins í Pepsi Max-deildinni. Hann telur að liðið geti klárlega haldið áfram að berjast á toppnum.

Sjá einnig:
Arnór Sig tilnefndur sem leikmaður ársins hjá CSKA


Athugasemdir
banner
banner
banner