Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 22. júní 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
BBC: Arsenal ætlar að landa Tierney
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar telja stjórn Arsenal vera vongóða um að landa Kieran Tierney, vinstri bakverði Celtic og skoska landsliðsins.

Tierney er 22 ára gamall og hefur leikið 12 landsleiki fyrir Skotland þrátt fyrir veru Andy Robertson í liðinu. Hann var valinn efnilegasti leikmaður skosku deildarinnar þrjú ár í röð, frá 2016 til 2018.

Hann hefur unnið skosku deildina fjórum sinnum með Celtic og skoska bikarinn og deildabikarinn þrisvar. Hann hefur þrisvar verið valinn í lið ársins og þrisvar verið efnilegasti leikmaður Celtic, á fjórum árum.

BBC greinir frá því að Celtic hafi hafnað 15 milljón punda tilboði í Tierney í morgun. Félagið ætlar að bæta tilboðið og er talið að 20 til 25 milljónir gætu verið nóg.

Nacho Monreal og Sead Kolasinac eru þegar hjá Arsenal. Þeir geta báðir einnig spilað sem miðverðir en Monreal er 33 ára gamall og þarf að finna mann sem getur leyst í skarðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner