Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 22. júní 2019 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir Heimis til reynslu hjá Horsens
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson verður til reynslu hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Horsens næstu daga. Morgunblaðið segir frá.

Birkir, sem er uppalinn hjá Þór á Akureyri, yfirgaf hollenska félagið Heerenveen í lok maí.

„Ég taldi mig þurfa breyta um og reyna komast í fullorðinsfótbolta eða góðan varaliðsbolta," sagði Birkir við Fótbolta.net eftir að hann sagði skilið við Heerenveen.

Birkir hefur leikið með unglingaliðum og varaliði Heerenveen, var hann meðal annars fyrirliði U19 liðs Heerenveen undanfarið ár. Birkir hefur líka verið með fyrirliðabandið í unglingalandsliðum Íslands. Hann á fjölda leikja að baki fyrir U19, U17 og U16 landsiðið.

Birkir er 19 ára gamall og mun núna reyna fyrir sér hjá Horsens þar sem Bo Henriksen er þjálfari, en hann þekkir íslenska boltann vel eftir að hafa spilað með Fram, Val og ÍBV á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner