Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. júní 2019 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Copa America: Brasilía skoraði fimm
Mynd: Getty Images
Darwin Machis setti tvennu fyrir Venesúela.
Darwin Machis setti tvennu fyrir Venesúela.
Mynd: Getty Images
Brasilía rúllaði yfir Perú í lokaleik riðlakeppni Copa America og unnu heimamenn þar með A-riðilinn án vandræða.

Brassar skoruðu fimm mörk gegn Perú fyrr í kvöld eftir að hafa gert svekkjandi jafntefli við Venesúela í síðustu umferð, í leik þar sem þrjú mörk voru dæmd af heimamönnum með myndbandstækni.

Í kvöld voru mörkin lögleg og gerði Casemiro það fyrsta eftir hornspyrnu. Roberto Firmino tvöfaldaði forystuna með skrautlegu marki. Markvörður Perú ætlaði að spyrna knettinum fram völlinn en skaut þess í stað í Firmino. Boltinn fór yfir markvörðinn, í stöngina og út til Firmino sem skoraði auðveldlega.

Hinn eftirsótti Everton skoraði þriðja markið algjörlega upp á eigin spýtur. Hann var úti á vinstri kanti, lék á varnarmann Perú og lét vaða með föstu skoti fyrir utan teig sem rataði beint í netið.

Veislan var hvergi nærri hætt því gamla kempan Dani Alves bætti fjórða markinu við skömmu eftir leikhlé. Hann komst í gegn eftir gott þríhyrningsspil við Firmino. Síðasta mark leiksins skoraði Willian á 90. mínútu með glæsilegu skoti fyrir utan teig.

Gabriel Jesus klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma og lokatölur því 0-5. Það er slæmt fyrir markatölu Perú sem freistar þess að komast áfram sem stigahæsta liðið í 3. sæti.

Perú 0 - 5 Brasilía
0-1 Casemiro ('12)
0-2 Roberto Firmino ('19)
0-3 Everton ('32)
0-4 Dani Alves ('53)
0-5 Willian ('90)

Venesúela tryggði sig þá einnig áfram með góðum sigri gegn Bólivíu.

Darwin Machis skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og minnkaði Leonel Justiniano muninn fyrir Bólivíu undir lokin.

Joseph Martinez, stjarna Atlanta United í MLS deildinni, kom inn af bekknum og innsiglaði sigur Venesúela á 86. mínútu.

Bólivía lýkur keppni án stiga en Venesúela er taplaust með fimm stig, í öðru sæti.

Bólivía 1 - 3 Venesúela
0-1 Darwin Machis ('2)
0-2 Darwin Machis ('55)
1-2 Leonel Justiniano ('82)
1-3 Joseph Martinez ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner