Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. júní 2019 08:30
Oddur Stefánsson
Delph gæti yfirgefið City
Mynd: Getty Images
Manchester City er að undirbúa 63 milljón punda tilboð í Rodri miðjumann Atletico Madrid.

Ef kaupin á þeim spænska fara í gegn mun Manchester City hlusta á tilboð í Fabian Delph.

Fabian Delph kom til Manchester City fyrir átta milljónir punda árið 2015.

Þar sem Kevin de Bruyne er að komast aftur í form eftir að hafa verið mikið meiddur á síðasta tímabili, Ilkay Gundogan líklegur til að vera áfram og Phil Foden á von á að fá fleiri tækifæri í byrjunarliði gæti Delph verið á förum.

Galatasaray er tilbúið að kaupa Englendinginn af Manchester City.

Búist er við að Rodri gangi í lið við Pep Guardiola eftir að kemur úr fríi.
Athugasemdir
banner
banner
banner