Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. júní 2019 09:15
Oddur Stefánsson
Heimild: Yahoo Sports 
„Ekki ástæða til að hafa áhyggjur vegna rannsóknar á Platini"
Mynd: Getty Images
Þeir sem sjá um HM í Katar 2022 hafa ekki enn heyrt í frönskum yfirvöldum í kjölfar handtöku Michel Platini.

Hassan Al-Thawadi formaður skipulagsnefndar HM í Katar segir að það sé ekki nein ástæða fyrir því að hafa áhyggjur vegna rannsóknar yfirvalda á Michel Platini.

„Við höfum verið rannsakaðir mjög ítarlega og tilboð okkar í að halda HM 2022 hefur verið rannsakað."

Al-Thawadi er staddur í Brasilíu eins og er vegna þátttöku Qatar í Copa America og var spurður út í málið.

„Ég get ekki sagt neitt meira en að yfirvöld hafa ekki haft samband við okkur."

Michel Platini var tekinn af frönskum yfirvöldum fyrir rannsókn um hvort spilling hafi átt þátt í vali á Katar til að halda HM 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner