Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. júní 2019 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Fram með sterkan útisigur í Ólafsvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 0 - 1 Fram
0-1 Helgi Guðjónsson ('7 , víti)
0-1 Harley Willard ('36 , misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn

Fram er að gera flotta hluti í Inkasso-deildinni. Safamýrarpiltar fór til Ólafsvíkur í dag og tóku þar þrjú stig.

Hinn efnilegi Helgi Guðjónsson kom Fram yfir úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu eftir að Michael Newberry braut af sér innan teigs.

Á 36. mínútu dæmdi Pétur Guðmundsson aftur vítaspyrnu en í þetta skiptið voru það Ólsarar sem fengu spyrnuna. Harley Willard fór á punktinn, en Ólafur Íshólm Ólafsson sá við honum.

Staðan var 1-0 að loknum fyrri hálfleiknum og þannig var hún líka þegar Pétur flautaði til leiksloka. Lokatölur 1-0 fyrir Fram og sterkur útisigur hjá þeim staðreyndin.

Fram fer upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri. Liðið er með 14 stig. Víkingur Ó. hefur núna tapað tveimur heimaleikjum í röð eftir að hafa komist á toppinn með sigri gegn Fjölni þann 13. júní. Víkingur er í fimmta sæti með 13 stig.

Það voru tveir leikir að hefjast í Inkasso-deildinni.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leik Gróttu og Magna
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leik Þórs og Keflavíkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner