Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. júní 2019 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: HK vann nýliðaslaginn á Akranesi
Bjarni skoraði.
Bjarni skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 0 - 2 HK
0-1 Bjarni Gunnarsson ('10)
0-2 Valgeir Valgeirsson ('55)
Rautt spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA ('89)

Slakt gengi ÍA eftir góða byrjun hélt áfram í dag er liðið tapaði sínum þriðja deildarleik í röð og þeim fjórða ef Mjólkurbikarinn er talinn með.

Skagamenn fengu HK í heimsókn í nýliðaslag Pepsi Max-deildarinnar í dag og kom Bjarni Gunnarsson gestunum yfir snemma leiks. Hann skoraði glæsilegt mark þar sem hann fékk boltann á vítateigslínunni, sneri af sér varnarmann og hamraði knettinum í netið.

Bæði lið komust nálægt því að skora annað mark fyrir leikhlé, heimamenn talsvert meira með boltann en skyndisóknar HK hættulegar.

Það var einmitt eftir slíka skyndisókn sem HK tvöfaldaði forystuna. Arnór átti þá góða sendingu innfyrir og kláraði Valgeir Valgeirsson af mikilli yfirvegun. Þetta var fyrsta mark Valgeirs í keppnisleik fyrir HK en hann er fæddur 2002.

Skagamenn héldu pressu en náðu ekki að koma sér í færi. HK-ingar voru hættulegri og varð endanlega út um leikinn þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson lét reka sig af velli undir lokin.

Þórður fékk tvö gul spjöld með tæplega mínútu millibili og fór útaf á 89. mínútu, skömmu áður en fjórar mínútur voru kynntar í uppbótartíma.

Ekkert gerðist þar og frábær sigur HK staðreynd. ÍA er komið niður í þriðja sæti á meðan HK er komið af botninum og einu stigi yfir Íslandsmeistara Vals.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner