Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. júní 2019 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Söfnun sett af stað svo Sayed komist á leik hjá Íslandi
Icelandair
Mohammad dreymir um að horfa á íslenska landsliðið á Laugardalsvelli.
Mohammad dreymir um að horfa á íslenska landsliðið á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Margir íslenskir notendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa eflaust tekið eftir manni að nafni Mohammad Sayed Majumder. Hann heitir 'Mohammad Sayed (Iceland)' á Twitter.

Hann býr í Bangladess, elskar Ísland og er mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins í fótbolta.

„Ég hef verið stuðningsmaður íslenska landsliðsins síðan 2016. Ég er mikill aðdáandi Gylfa Sigurðssonar, hann er frábær leikmaður og svellkaldur á vellinum. Allir knattspyrnuunnendur elska rólega leikmenn," sagði hann við Fótbolta.net í apríl.

Hann er búinn að búa til mjög stóran fána til að sýna stuðning sinn við landsliðið. Í samtali við Vísi segist hann vilja sjá landsleik á Íslandi og taka fánann stóra með.

Það gæti vel verið að Sayed og fáninn komi til Íslands. Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni og fréttaritari á Fótbolta.net, er búinn að hrinda af stað söfnun fyrir Íslandsferð Sayed. Í samtali við Vísi segir Hilmar að markið sé sett á 250 þúsund krónur. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli."

Hægt er að nálgast upplýsingar um söfnunina hér að neðan og til þess að skoða Twitter-reikning Sayed er hægt að smella hér



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner