Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. júní 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Blys og flugeldasýning fyrir Jón Dag og félaga
Mynd: Getty Images
AGF vann magnaðan 4-3 sigur á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Jón Dagur Þorsteinsson var aðalamaðurinn í sigrinum en hann skoraði þrennu fyrir AGF í leiknum.

Stuðningsmenn AGF biðu fram á nótt eftir að taka á móti leikmönnum liðsins þegar þeir komu heim með rútunni.

Kveikt var á flugeldum og blysum og sungið fyrir leikmenn AGF.

Allt þetta átti sér stað í íbúðarhverfi en engum sögum fer af því hvað nágrannarnir höfðu um málið að segja.

Hér að neðan má sjá svipmyndir frá móttökunum.


Athugasemdir
banner
banner