banner
   mán 22. júní 2020 08:00
Innkastið
Ekki heill en samt með þessa frammistöðu í markinu
Hugað að Didda í leiknum.
Hugað að Didda í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK þegar liðið skellti Íslandsmeisturum KR 3-0 á útivelli á laugardaginn. Sigurður Hrannar varði mark HK í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar sem er meiddur. Sigurður Hrannar, Diddi, fann sjálfur fyrir meiðslum í leiknum.

„Honum var víst færð verkjatafla og hann var nuddaður í hvert skipti sem HK var að sækja í seinni hálfleik. Hann var greinilega ekkert heill en samt með þessa frammistöðu," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær.

Diddi er 26 ára gamall en fyrir þetta tímabil hafði hann síðast spilað leik á Íslandsmótinu árið 2017. Diddi spilaði þá tvo leiki með Aftureldingu en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum það sumarið.

„Þetta er toppnáungi. Ég elska svona sögur þar sem leikmenn eru að koma úr neðri deildar harki. Það er oft þannig að einns manns dauði er annars brauð og það er þannig í þessu tilfelli. Það er auðvelt að samgleðjast Didda. Hann hefur engu að tapa. Það er geðveikt fyrir hann að eiga svona góðan leik," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu.

Meistaraflokksferill Didda
2013 - 4 leikir með Tindastóli í 1. deild
2014 - 1 leikur í Pepsi-deildinni með Víkingi R.
2015 - 19 leikir með Hetti í 2. deild
2016 - 11 leikir með Hetti í 2. deild. 4 leikir með Fram í 1. deild
2017 - 2 leikir með Aftureldingu í 2. deild
2020 - 2 leikir með HK í Pepsi max-deildinni
Innkastið - Hvað gerðist eiginlega á Meistaravöllum?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner