mán 22. júní 2020 19:35
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Öruggt hjá Milan - Birkir byrjaði í jafntefli gegn Fiorentina
Birkir Bjarnason í baráttunni í leiknum í kvöld
Birkir Bjarnason í baráttunni í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Rafael Leao sem er hér lengst til hægri skoraði en Zlatan Ibrahimovic var fjarri góðu gamni
Rafael Leao sem er hér lengst til hægri skoraði en Zlatan Ibrahimovic var fjarri góðu gamni
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason fer vel af stað í Seríu A eftir langt hlé en hann var í byrjunarliði Brescia sem gerði 1-1 jafntefli við Fiorentina í 27. umferð deildarinnar í kvöld.

Brescia spilaði æfingaleik við Udinese á dögunum og var Birkir þá í byrjunarliðinu en það gaf ágætis vísbendingu um að hann fengi tækifærið í dag.

Hann byrjaði inná með Sandro Tonali sér við hlið. Alfredo Donnarumma kom Brescia yfir með marki úr vítaspyrnuf á 17. mínútu áður en argentínski varnarmaðurinn German Pezzella jafnaði metin með hörkuskalla eftir hornspyrnu á 29. mínútu.

Birkir var skipt af velli á 55. mínútu og inn á kom brasilíski leikmaðurinn Romulo. Fiorentina lék manni færri síðustu tuttugu mínúturnar eftir að úrúgvæski varnarmaðurinn Martin Caceres fékk að líta rauða spjaldið fyrir glórulaust brot.

Lokatölur 1-1 og Brescia áfram í neðsta sæti með 17 stig en Fiorentina er í 13. sæti með 31 stig.

Á sama tíma vann Milan lið Lecce 4-1. Samuel Castillejo kom Milan yfir á 26. mínútu. Hann fékk boltann í miðjum teignum og skoraði örugglega. Lecce taldi sig hafa jafnað tíu mínútum síðar er Biagio Meccariello kom knettinum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Í síðari hálfleiknum jöfnuðu heimamenn með marki úr vítaspyrnu en eftir það gekk Milan á lagið. Giacomo Bonaventura, Rafael Leao og Ante Rebic skoruðu allir og tryggðu öruggan sigur Milan sem er í 7. sæti með 39 stig og berst fyrir Evrópusæti.

Úrslit og markaskorarar:

Fiorentina 1 - 1 Brescia
0-1 Alfredo Donnarumma ('17 , víti)
1-1 German Pezzella ('29 )
Rautt spjald: Martin Caceres, Fiorentina ('70)

Lecce 1 - 4 Milan
0-1 Samu Castillejo ('26 )
1-1 Marco Mancosu ('54 , víti)
1-2 Giacomo Bonaventura ('55 )
1-3 Ante Rebic ('57 )
1-4 Rafael Leao ('72 )
Athugasemdir
banner
banner