Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. júní 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur: Hentar mér vel að spila gegn bestu liðunum
Ef maður biður um meira er maður bara að biðja um of mikið.
Ef maður biður um meira er maður bara að biðja um of mikið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er farið hátt með liðið og þá opnast svæði fyrir aftan fyrir sóknarmenn að sækja í skyndisóknum og öðru.
Þá er farið hátt með liðið og þá opnast svæði fyrir aftan fyrir sóknarmenn að sækja í skyndisóknum og öðru.
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
„Upplifunin var geggjuð, geggjuð tilfinning og góð tímasetning fyrir sjálfan mig. Allt geggjað við þetta," sagði Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF, við Fótbolta.net í dag.

Jón Dagur skoraði í gær þrennu og lagði upp eitt mark í 4-3 sigri AGF á topplið Midtjylland í dönsku Superliga. Í viðtali við Århus Stiftsti­dende eftir leik segir Jón Dagur leikinn vera þann besta sem hann hefur leikið á ferlinum. Þrennan er fyrsta þrenna Jóns Dags í Superliga.

Sjá einnig:
Jón Dagur fær tíu í einkunn - Sjáðu þrennuna

Hefði eitthvað getað verið betra við þennan leik?

„Nei, eiginlega ekki. Ef maður biður um meira er maður bara að biðja um of mikið. Ég hefði samt getað sett eina aukaspyrnu í netið og þá hefði þetta verið fullkomið."

Er eitthvað af mörkunum þremur í meira uppáhaldi heldur en hin tvö?

„Að ná þrennunni s.s. með þriðja markinu var geggjað en ég myndi segja að annað markið sé í uppáhaldi. Ég hef verið að æfa það að setja boltann ekki í fjær í svona færum. Ég skaut á nærstöngina og það var gaman að sjá það virka loksins."

Hentar vel að spila á móti toppliðunum
Sjö af ellefu mörkum Jóns Dags í Superliga hafa komið á móti liðunum sem sitja þessa stundina í efstu tveimur sætunum. Er einhver ástæða fyrir því að það gengur vel gegn þessum liðum?

„Það hentar mér kannski betur að þau, aðallega FCK, spila fótbolta. Þá er farið hátt með liðið og þá opnast svæði fyrir aftan fyrir sóknarmenn að sækja í skyndisóknum og öðru. Á móti öðrum liðum þá er legið til baka og meira af löngum boltum sem hentar ekki jafn vel."

„Það tengist ekkert að þau séu efst í deildinni eða að það sé einhver aukin hvatning vegna þess. Þetta er bara leikstíllinn sem þau spila."


Sjá einnig:
Jón Dagur: Var orðinn þreyttur á varaliðsboltanum (1. nóv '19)

Athugasemdir
banner
banner