mán 22. júní 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Leikmenn Arsenal fengu það sem þeir áttu skilið"
Matteo Guendouzi reifst við Neal Maupay eftir leik.
Matteo Guendouzi reifst við Neal Maupay eftir leik.
Mynd: Getty Images
Neal Maupay, sóknarmaður Brighton og hetja liðsins í 2-1 sigri á Arsenal í fyrradag, segir að Arsenal hafi fengið það sem þeir hafi átt skilið eftir að leikmenn liðsins gagnrýndu hann fyrir þátt hans í meiðslum markvarðarins Bernd Leno.

Leno fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og var sárkvalinn eftir að Maupay hoppaði upp í bolta sem Leno var búinn að grípa. Leno lét Maupay heyra það þegar hann var borinn af velli og eftir leikinn sauð upp úr þegar aðrir leikmenn Arsenal létu franska sóknarmanninn heyra það.

„Sumir leikmanna þeirra þurfa að læra hvað auðmýkt er," sagði Maupay, sem skoraði sigurmarkið í uppbótartímanum.

Draga þurfti Matteo Guendouzi, miðjumann Arsenal og landa Maupay, í burtu eftir leikinn.

„Einn af þeim talaði allan leikinn og sagði mjög ljóta hluti. Þegar ég skoraði þá þurfti ég bara að segja: 'Svona gerist þegar þú segir ljóta hluti á vellinum."

„Ég fór til Arteta og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að meiða Leno. Leikmenn Arsenal töluðu mikið og þeir fengu það sem þeir áttu skilið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner