Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 22. júní 2020 09:30
Innkastið
Þarf Tobias ekki að fara að skora meira?
Tobias Thomsen í leiknum á laugardaginn.
Tobias Thomsen í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frammistaða Íslandsmeistara KR var til umræðu í Innkastinu í gærkvöldinu en liðið tapaði 3-0 gegn HK á heimavelli á laugardaginn.

Gunnar Birgisson vill að danski framherjinn Tobias Thomsen fari að skora meira en hann skoraði sjö mörk þegar KR varð Íslandsmeistari í fyrra.

„Þarf Tobias ekki að fara að skora meira? Hann er með 17 mörk í deild í 60 leikjum. Það er ekki það sem þú vilt sjá frá senternum þínum þegar þú ert í KR," sagði Gunnar.

„Hann er ekki náttúrulegur markaskorari en hann vinnur eins og ég veit ekki hvað. Hann er óþreytanlegur og vinnur þvílíkt fyrir liðið. Það er einkennandi fyrir KR," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Kristján Flóki Finnbogason kom inn á sem varamaður um helgina líkt og gegn Val í fyrstu umferð. Kristján Flóki hefur verið að glíma við meiðsli en hann mun styrkja KR-inga mikið þegar hann kemst í gang.

„Það er spurning hvort að hann reyni að spila saman með Tobias og Kristján frammi," sagði Gunnar.
Innkastið - Hvað gerðist eiginlega á Meistaravöllum?
Athugasemdir
banner
banner