Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júní 2021 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Þór í 16-liða úrslit eftir sigur á Grindavík
Jakob Snær Árnason skoraði fyrra mark Þórsara
Jakob Snær Árnason skoraði fyrra mark Þórsara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 2 - 1 Grindavík
1-0 Jakob Snær Árnason ('4 )
2-0 Alvaro Montejo Calleja ('59 )
2-1 Mirza Hasecic ('77 )
Lestu um leikinn

Þór tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í kvöld með 2-1 sigri á Grindavík.

Það tók heimamenn aðeins fjórar mínútur að taka forystuna í leiknum en það var Siglfirðingurinn, Jakob Snær Árnason, sem gerði markið. Ásgeir Marinó Baldvinsson átti góða sendingu meðfram grasinu á Jakob sem skoraði af stuttu færi.

Þeir juku forystuna á 59. mínútu með marki frá Alvaro Montejo. Sölvi Sverrisson átti skot sem Maciej Majewski varði út í teiginn. Alvaro kom á ferðinni og afgreiddi boltann í netið.

Sigurjón Rúnarsson var nálægt því að minnka muninn stuttu síðar en skalli hans fór í stöng eftir hornspyrnu. Mirza Hasecic tókst að skora fyrir Grindvíkinga á 77. mínútu.

Sigurður Bjartur Hallsson komst næst því að jafna leikinn tíu mínútum síðar en skot hans fór framhjá markinu.

Þórsarar eru fyrstir til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner