Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. júlí 2018 07:00
Gunnar Logi Gylfason
Bakayoko telur Mbappé þann besta í heimi
Mynd: Getty Images
Tiemoue Bakayoko telur táninginn Kylian Mbappé vera þann besta í heimi þrátt fyrir ungan aldur.

„Árangur hans kemur mér ekki á óvart, hann er mjög ungur en mjög þroskaður," sagði Bakayoko í viðtali við Goal í Perth í Ástralíu þar sem félag hans, Chelsea, er um þessar mundir.

„Hann er mjög klár leikmaður og ég held að með hans persónueinkenni er hann besti leikmaður í heimi," hélt Bakayoko áfram.

Bakayoko hefur spilað með Mbappé í franska landsliðinu. Auk þess voru þeir liðsfélagar í Monaco og unnu frönsku deildina saman með félaginu.

„Ekki gleyma því að hann er mjög ungur og það er ekki auðvelt að spila gegn eldri leikmönnum svo þú þarft að vera hraður," sagði Bakayoko að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner