Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 22. júlí 2018 17:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Beggi Ólafs: Stór ákvörðun sem kom í bakið á okkur
Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður Fjölnirs
Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður Fjölnirs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn fengu Eyjamenn í heimsókn í dag og má með sanni segja að úrslitin hafi verið súr fyrir Fjölnismenn en jafntefli 1-1 var niðurstaðan í dag. 

„Svekkjandi, búnir að vera yfir 1-0 þetta lengi og eigum að vera búnir að ganga frá leiknum, við fengum færi til þess," sagði Bergsveinn Ólafssson, leikmaður Fjölnis, eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 ÍBV

Afar umdeilt atvik átti sér stað á 70.mín leiksins þegar Eyjamenn féngu dæmda vítaspyrnu en brotið hafði verið á Kaj Leó fyrir utan teig.

„Þeir segja að hann hafi verið fyrir utan en ég var ekki í nógu góðri stöðu til að sjá það en maður gerir bara kröfu á dómarana að þeir eru tveir þarna alveg uppvið þetta í rauninni, línuvörðurinn er þarna í beinni línu við þetta þannig maður hefði haldið að þeir ættu að dæma rétt þarna."

Þetta atvik var þó ekki eina vafaatriðið í þessum leik þar sem Eyjamenn virtust stöðva álitlega skyndisókn Fjölnirs með hendinni.

„Nei það var það ekki og að boltinn fari innfyrir að ég veit svo sem ekki hver hefði náð boltanum en það var allavega hendi."

„Það eru kannski 1-2 atvik og erfitt að sjá það en það er allavega stór ákvörðun sem hann tók sem kom í bakið á okkur og ef hún er röng að þá er það frekar lélegt eða frekar sárt"


Aðspurður hvort Eyjamenn hefðu komið þeim á óvart í dag hafði Bergsveinn þetta að segja.

„Nei, við ætluðum aðeins að setja á þá, vissum að þeir væru þreyttir eftir Evrópuævintýrið og gerðum það ágætlega."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner