Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. júlí 2018 18:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Danmörk: Þrír Íslendingar í eldlínunni
Björn hefur staðið sig vel með AGF í upphafi tímabilsins.
Björn hefur staðið sig vel með AGF í upphafi tímabilsins.
Mynd: Getty Images
Danski boltinn er byrjaður að rúlla á nýjan leik og það voru þrír Íslendingar að spila með sínum félagsliðum.

Hjörtur Hermannson spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Brøndby sem gerði jafntefli við Vejle, 1-1. Vejle hafði komist yfir snemma leiks en Brøndby tekist að jafna á 45. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í síðari hálfleik, bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Þá var Björn Daníel Sverrisson í byrjunarliði AGF sem gerði einnig 1-1 jafntefli gegn Nordsjælland í dag. Nordsjælland tók forystuna strax á 4. mínútu leiksins. Birni Daníel var skipt af velli eftir rúmlega klukkutíma leik og einungis þremur mínútum síðar náði AGF af jafna. Fleira var ekki skorað og bæði lið hafa gert jafntefli í sínum fyrstu leikjum í deildinni.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn AGF troðfylltu kirkju á leikdegi

Loks var Eggert Gunnþór Jónsson á ferðinni með SønderjyskE gegn Odense í dag. Eggert var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn í 2-2 jafntefli. Eggert fékk gult spjald strax á 4. mínútu leiksins. SønderjyskE komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en náði ekki að halda út í þeim síðari og jafntefli því niðurstaðan. Bæði lið hafa því eitt stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner