Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. júlí 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joe Hart vill ekki fara aftur á láni - „Þarf að vera mikilvægur"
Joe Hart.
Joe Hart.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Joe Hart býst við því að fara frá Manchester City í sumar en hann vill ekki fara aftur á láni. Sky Sports greinir frá þessu.

Hart er kominn aftur til City eftir að hafa verið á láni hjá West Ham. Tímabilið þar áður var hann á láni hjá Torino á Ítalíu. Ekki er hægt að segja að Hart hafi slegið í gegn hjá West Ham og Torino og nú er hann kominn aftur til City og er þriðji markvörður á eftir Ederson og Claudio Bravo.

Hinn 31 árs gamli Hart vonast til að yfirgefa City í sumar.

„Ég vil fara eitthvert annað og ég vil sleppa því að fara á láni," segir Hart sem komst ekki í enska landsliðshópinn á HM sem var í sumar. Nick Pope, Jack Butland og Jordan Pickford voru valdir fram yfir reynslu Hart.

„Ég þarf að vera mikilvægur leikmaður hjá því félagi sem ég fer til og það mun aðeins gerast ef ég fer ekki á láni."

Hart er í augnablikinu með Manchester City í æfingaferð í Bandaríkjunum. Hann kom inn á í seinni hálfleik í 1-0 tapi gegn Borussia Dortmund á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner